Heildarkostnaður fjórir milljarðar króna
Heildarkostnaður vegna framkvæmda við nýja suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, að meðtöldum flughlöðum og eldsneytiskerfi og breytingum sem gerðar hafa verið í norðurbyggingu, er nú áætlaður um fjórir milljarðar króna.
Suðurbygging Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar verður tekin í notkun nk. sunnudag en byggingin var kynnt fjölmiðlum í dag.
Nýtt hlutafélag, Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf, var stofnað 1. október s.l. og tók þá við öllum eignum, skuldbindingum og rekstri við sameiningu Fríhafnarinnar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Félagið hefur staðið að framkvæmdum við Suðurbygginguna frá þeim tíma.
Suðurbyggingin er mikið mannvirki sem brýn þörf var orðin á, fyrst og fremst vegna mjög hraðrar og mikillar fjölgunar farþega um Keflavíkurflugvöll. Eldri hluta flugstöðvarinnar, Norðurbyggingunni, var ætlað að anna um einni milljón farþega á ári, en umferðin nemur nú þegar um einni og hálfri milljón farþega á ári. Aukningin hefur numið um og yfir tíu prósentum á ári á undanförnum árum og hefur farþegafjöldinn t.d. tvöfaldast frá 1993. Í öðru lagi fullnægir Suðurbyggingin öllum skuldbindingum Íslands vegna Schengen samstarfsins. Hægt er að tryggja algjöran aðskilnað innan og utan Schengen farþega og afgreiða þá í gegn um vegabréfaskoðun.
Fyrsti áfangi Suðurbyggingarinnar sem nú er tekin í notkun er um 16000 fermetrar að stærð og skiptist í tvær hæðir og kjallara. Á 1. og 2. hæð er rými til að aðskilja farþega innan og utan Schengen svæðisins, vegabréfaskoðunarsalur, aðstaða fyrir lögreglu og öryggiseftirlit, og rúmgott þjónusturými fyrir farþega. Í fyrsta áfanga verða átta farþegahlið í flugvélar tekin í notkun, þar af eru fimm tengd með landgöngubrú. Framkvæmdum er að mestu lokið, en gert er ráð fyrir að þeim ljúki að fullu á þessu ári.
Nauðsynlegt er að taka Suðurbygginguna í notkun nú vegna Schengen samstarfsins sem öll Norðurlöndin hefja þátttöku í n.k. sunnudag. Þó frágangi sé ekki að fullu lokið er ekkert því til fyrirstöðu að hefja starfsemi í byggingunni. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að byggja áfanga tvö og þrjú, þar sem Suðurbygging yrði stækkuð til austurs og vesturs með fjölgun um ellefu farþegahlið. Samtals yrðu hliðin þá tuttugu og tvö, öll tengd með landgöngubrú.
Gert er ráð fyrir að kostnaður við fyrsta áfanga Suðurbyggingar verði um 3,5 milljarðar króna, en með flughlöðum um 4 milljarðar króna. Þar af er áætlað að beinn kostnaður vegna Schengen aðildar verði um 7- 800 milljónir króna. Kostnaðaráætlanir vegna Suðurbyggingar og Schengen aðildar hafa staðist í öllum aðalatriðum, en endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir fyrr en að framkvæmdum lýkur.
Ákvörðun um bygginguna var tekin á fundi Ríkisstjórnar Íslands í ársbyrjun 1996, og efnt til opinnar samkeppni arkitekta árið 1998. Í framhaldi af niðurstöðu dómnefndar var gengið til samninga við arkitektastofurnar Andersen & Sigurdsson I/S og Holm & Grut A/S í Danmörku um hönnun byggingarinnar. Byggingarframkvæmdir hófust í september 1999. Aðal verktakar við bygginguna eru ÍAV hf, Hávirki hf og Ístak hf.
Aðilar eru sammála um að vel hafi til tekist við hönnun, gerð, byggingu og útlit Suðurbyggingar. Byggingin er klofin í tvennt með gjá sem á hvort tveggja í senn að endurspegla landfræðilega stöðu Íslands milli Evrópu og Ameríku, og skírskota jarðfræðilega til þess að landið er að gliðna í sundur um Atlantshafshrygginn. Íslenskt líparít úr Rauðaskriðu í Hamarsfirði á Austfjörðum undirstrikar þetta, og setur sterkan og líflegan náttúrlegan svip á húsið, bæði að innan og utan.
Margvíslegt hagræði hlýst af Suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Auk þess að anna mun meiri fjölda farþega og flugvéla og uppfylla ákvæði Schengen samstarfsins verður mun meira rými fyrir margvíslega starfsemi. Vegabréfaskoðun flyst til dæmis úr Norðurbyggingu í Suðurbyggingu, en vopnaleit og tollskoðun verður áfram á sama stað í Norðurbyggingu. Verslun og veitingaþjónusta verður sem fyrr í Norðurbyggingu, þannig að farþegar verða lítið varir við breytingar við komu í Flugstöðina fyrst um sinn. Síðar er gert ráð fyrir að framboð á þjónustu í Suðurbyggingu aukist verulega.
Þá er ótalið það mikilvæga atriði, að eftirlit og öryggisgæsla verður stórbætt, m.a. með nýjum búnaði. Vegna Schengen skráningar verður hægt að fylgjast mun betur með afbrotamönnum og fíkniefnaleit verður markvissari. Mikil áhersla hefur jafnan verið lögð á öryggismál í Flugstöðinni, m.a. með virku alþjóðlegu samstarfi, en með Schengen samstarfinu verða þau í enn fastari skorðum.
Suðurbygging Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar verður tekin í notkun nk. sunnudag en byggingin var kynnt fjölmiðlum í dag.
Nýtt hlutafélag, Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf, var stofnað 1. október s.l. og tók þá við öllum eignum, skuldbindingum og rekstri við sameiningu Fríhafnarinnar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Félagið hefur staðið að framkvæmdum við Suðurbygginguna frá þeim tíma.
Suðurbyggingin er mikið mannvirki sem brýn þörf var orðin á, fyrst og fremst vegna mjög hraðrar og mikillar fjölgunar farþega um Keflavíkurflugvöll. Eldri hluta flugstöðvarinnar, Norðurbyggingunni, var ætlað að anna um einni milljón farþega á ári, en umferðin nemur nú þegar um einni og hálfri milljón farþega á ári. Aukningin hefur numið um og yfir tíu prósentum á ári á undanförnum árum og hefur farþegafjöldinn t.d. tvöfaldast frá 1993. Í öðru lagi fullnægir Suðurbyggingin öllum skuldbindingum Íslands vegna Schengen samstarfsins. Hægt er að tryggja algjöran aðskilnað innan og utan Schengen farþega og afgreiða þá í gegn um vegabréfaskoðun.
Fyrsti áfangi Suðurbyggingarinnar sem nú er tekin í notkun er um 16000 fermetrar að stærð og skiptist í tvær hæðir og kjallara. Á 1. og 2. hæð er rými til að aðskilja farþega innan og utan Schengen svæðisins, vegabréfaskoðunarsalur, aðstaða fyrir lögreglu og öryggiseftirlit, og rúmgott þjónusturými fyrir farþega. Í fyrsta áfanga verða átta farþegahlið í flugvélar tekin í notkun, þar af eru fimm tengd með landgöngubrú. Framkvæmdum er að mestu lokið, en gert er ráð fyrir að þeim ljúki að fullu á þessu ári.
Nauðsynlegt er að taka Suðurbygginguna í notkun nú vegna Schengen samstarfsins sem öll Norðurlöndin hefja þátttöku í n.k. sunnudag. Þó frágangi sé ekki að fullu lokið er ekkert því til fyrirstöðu að hefja starfsemi í byggingunni. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að byggja áfanga tvö og þrjú, þar sem Suðurbygging yrði stækkuð til austurs og vesturs með fjölgun um ellefu farþegahlið. Samtals yrðu hliðin þá tuttugu og tvö, öll tengd með landgöngubrú.
Gert er ráð fyrir að kostnaður við fyrsta áfanga Suðurbyggingar verði um 3,5 milljarðar króna, en með flughlöðum um 4 milljarðar króna. Þar af er áætlað að beinn kostnaður vegna Schengen aðildar verði um 7- 800 milljónir króna. Kostnaðaráætlanir vegna Suðurbyggingar og Schengen aðildar hafa staðist í öllum aðalatriðum, en endanlegt uppgjör liggur ekki fyrir fyrr en að framkvæmdum lýkur.
Ákvörðun um bygginguna var tekin á fundi Ríkisstjórnar Íslands í ársbyrjun 1996, og efnt til opinnar samkeppni arkitekta árið 1998. Í framhaldi af niðurstöðu dómnefndar var gengið til samninga við arkitektastofurnar Andersen & Sigurdsson I/S og Holm & Grut A/S í Danmörku um hönnun byggingarinnar. Byggingarframkvæmdir hófust í september 1999. Aðal verktakar við bygginguna eru ÍAV hf, Hávirki hf og Ístak hf.
Aðilar eru sammála um að vel hafi til tekist við hönnun, gerð, byggingu og útlit Suðurbyggingar. Byggingin er klofin í tvennt með gjá sem á hvort tveggja í senn að endurspegla landfræðilega stöðu Íslands milli Evrópu og Ameríku, og skírskota jarðfræðilega til þess að landið er að gliðna í sundur um Atlantshafshrygginn. Íslenskt líparít úr Rauðaskriðu í Hamarsfirði á Austfjörðum undirstrikar þetta, og setur sterkan og líflegan náttúrlegan svip á húsið, bæði að innan og utan.
Margvíslegt hagræði hlýst af Suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Auk þess að anna mun meiri fjölda farþega og flugvéla og uppfylla ákvæði Schengen samstarfsins verður mun meira rými fyrir margvíslega starfsemi. Vegabréfaskoðun flyst til dæmis úr Norðurbyggingu í Suðurbyggingu, en vopnaleit og tollskoðun verður áfram á sama stað í Norðurbyggingu. Verslun og veitingaþjónusta verður sem fyrr í Norðurbyggingu, þannig að farþegar verða lítið varir við breytingar við komu í Flugstöðina fyrst um sinn. Síðar er gert ráð fyrir að framboð á þjónustu í Suðurbyggingu aukist verulega.
Þá er ótalið það mikilvæga atriði, að eftirlit og öryggisgæsla verður stórbætt, m.a. með nýjum búnaði. Vegna Schengen skráningar verður hægt að fylgjast mun betur með afbrotamönnum og fíkniefnaleit verður markvissari. Mikil áhersla hefur jafnan verið lögð á öryggismál í Flugstöðinni, m.a. með virku alþjóðlegu samstarfi, en með Schengen samstarfinu verða þau í enn fastari skorðum.