Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heildaraflinn dregst saman
Sunnudagur 16. nóvember 2008 kl. 10:42

Heildaraflinn dregst saman

Heildarafli á Suðurnesjum dróst saman um 30,660 tonn á milli ára fyrstu níu mánuði árins, fór úr rúmum 100 þúsund tonnum í ríflega 69 þúsund tonn.
Í Grindavík fór heildarafinn úr 54,521 tonni niður í 38,295 tonn. Í Sandgerði minnkar hann úr rúmum 17 þúsund tonnum niður í ríflega 15,500 tonn. Í Keflavík dróst aflinn saman um rúmlega 12,800 tonn, fór úr 28,442 tonnum niður í 15,626 tonn, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.
Talsvert munar um aflasamdrátt í loðnu í þessum tölum en hann var upp á 28 þúsund á milli ára. Þá er nokkur samdráttur í helstu bolfisktegundum, eins og þorski.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024