Heilbrigðisráðherra í Reykjanesbæ: „Vonandi erum við á leið áfram“
- greindi frá 7 nýjum dagdvalarrýmum í Reykjanesbæ
„Ég vona að þessi fundur sé til þess að við marks um þa að við séum á leiðinni eitthvað áfram. Það hafa lengi verið krefjandi verkefni á svæðinu, fordæmalaus atvinnuleysi og núna fordæmalaus íbúafjölgun. Suðurnesjamenn hljóta að vera langeigir eftir félagslegum stöðugleika. Ég fer fer með allar þessar athugsemdir og ábendingar í ráðuneytið til úrvinnslu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra á fundi sem Öldungaráð Suðurnesja stóð fyrir í Duus-húsum í dag.
Svandís fór yfir margvísleg mál í heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og víðar og svaraði spurningum fundarmanna en mjög góð mæting var á fundinn. Hún greind frá því að umsókn um ný 7 dagdvalarrými í Reykjanesbæ hefði verið samþykkt, þar af 4 vegna heilabilaðra og þrjú ný pláss á Nesvöllum. Svandís sagði vegna umræðu um mismunandi framlög til heilbrigðisstofnana að samsetning á hverju svæði hefði áhrif varðandi framlög og því væri skýring á því af hverju framlög væru minni til Suðurnesja en t.d. Suðurlands og Vesturlands. Það væri fleiri heilbrigðisstofnanir þar en á Suðurnesjum og það kallaði á meiri kostnað en ekki vegna íbúafjölda.
Hún sagði aðspurð um skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að samkvæmt leiðbeiningum landlæknis þá væri ekki ástæða til að hafa hér starfandi opna skurðstofu. Hins vegar væri verið að skoða meira samstarf við Landsspítalann um um tilteknar aðgerðir til að minnka biðlista. Svandís sagði það mikið áhyggjuefni hvað þróunin væri slæm í fjölgun heilbrigðisstarfsfólks og í lok viðtalsins sagðist hún vona að að væri lausn í sjónmáli varðandi málefni ljósmæðra.
Á fundinum voru nokkur erindi sem lýsa vel erfiðri stöðu í heilbrigðis- og öldrunarmálum á Suðurnesjum. Í ályktun sem öldungaráð lagði fram og var samþykkt er þess krafist að fjárframlög til heilbrigðismála verði aukin verulega strax á næsta ári og heilbrigðisþjónusta í heimabyggð verði efld. „Það er vitlaust gefið,“ eru lokaorð ályktunarinnar.