Heilbrigðisnefnd veitir Laugafiski áminningu
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur veitt fyrirtækinu Laugafiski hf. að Njarðvíkurbraut 62-66 í Innri Njarðvík áminningu fyrir ítrekuð brot á starfsleyfi fyrirtækisins. Fyrirtækinu er gefinn frestur til úrbóta til 25. júní 2002. Hafi úrbótum eigi verið sinnt innan þessa frests mun heilbrigðisnefnd Suðurnesja afturkalla starfsleyfið. Íbúar í Innri Njarðvík eru langþreyttir á miklum óþef sem leggur frá starfsemi fyrirtækisins.Á fundi heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 5. júní sl. var eftirfarandi bókun samþykkt vegna Laugafisks í Innri Njarðvík:
„Með vísan til 31. gr. 1 tl. reglugerðar nr. 786/1999 um mengunarvarnareftirlit er forsvarsmönnum fiskþurrkunar Laugafisks hf. að Njarðvíkurbraut 62-66, Njarðvík, hér með veitt áminning. Fyrirtækið hefur ítrekað brotið gr. 1.1, 1.5 og 1.7 í starfsleyfi og gr. 1.2 og 1.3 í viðauka starfsleyfis heilbrigðisnefndar Suðurnesja frá 22. nóvember 2001. Fyrirtækinu er gefinn frestur til úrbóta til 25. júní 2002. Hafi úrbótum eigi verið sinnt innan þessa frests mun heilbrigðisnefnd Suðurnesja afturkalla starfsleyfið.
Ef forsvarsmenn Laugafisks hf. hafa eitthvað við ákvörðun þessa að athuga skal skriflegum athugasemdum skilað til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja innan 10. daga frá dagsetningu bréfsins sbr. IV. kafli stjórnsýslulaga nr.37/1993.
Samkvæmt 31. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir er forsvarsmönnum fyrirtækisins heimilt að vísa málinu til sérstakrar úrskurðarnefndar. “
Á heimasíðu Laugafisks hf. kemur eftirfarandi fram um framleiðslu fyrirtækisins:
Hráefnið
Líkt og í allri fiskvinnslu fást góðar afurðir í fiskþurrkun með vönduðum vinnubrögðum, góðu hráefni og góðum búnaði. Einn af grundvallarþáttunum í skipulagi Laugafisks er söfnunarkerfi á fiskhausum og hryggjum frá fiskvinnslufyrirtækjum hér á landi. Fyrirtækið fær hráefni frá nær öllum landsfjórðungum og má segja að staðsetning verksmiðja fyrirtækisins sé lykill að vel heppnuðu söfnunarkerfi fyrir hráefni.
Strax og hráefni kemur til verksmiðja Laugafisks er það þvegið og fiskinum því næst raðað á plastgrindur sem síðan fara í þurrkofna. Í ofnunum er fiskurinn í 2-3 daga og að þeim þætti loknum fer fram eftirþurrkun í sérstökum kössum sem stendur yfir í 1-5 daga eftir afurðum. Loks er afurðum pakkað í 30 kílóa pakkningar og þær fluttar með gámum á markað.
Stærsti íslenski framleiðandinn fyrir Nígeríumarkað
Framleiðsla fyrirtækisins hefur alla tíð farið á markað í Nígeríu þar sem rík hefð er fyrir neyslu rétta úr þurrkuðum fiski. Allt vöruþróunarstarf Laugafisks er miðað við eðli markaðarins í Nígeríu og hefur fyrirtækinu orðið vel ágengt með nýjar afurðir.
Meginstarfsemi Laugafisks hefur frá upphafi verið þurrkun á hausum og hryggjum á markað í Nígeríu. Fyrirtækið hefur verið stærsti einstaki framleiðandi hérlendis á þann markað og oft haft markaðsyfirburði þar.
Hlutdeild Laugafisks á Nígeríumarkaði er nú um 20% og er stefnt að því að auka hana enn frekar í náinni framtíð.
„Með vísan til 31. gr. 1 tl. reglugerðar nr. 786/1999 um mengunarvarnareftirlit er forsvarsmönnum fiskþurrkunar Laugafisks hf. að Njarðvíkurbraut 62-66, Njarðvík, hér með veitt áminning. Fyrirtækið hefur ítrekað brotið gr. 1.1, 1.5 og 1.7 í starfsleyfi og gr. 1.2 og 1.3 í viðauka starfsleyfis heilbrigðisnefndar Suðurnesja frá 22. nóvember 2001. Fyrirtækinu er gefinn frestur til úrbóta til 25. júní 2002. Hafi úrbótum eigi verið sinnt innan þessa frests mun heilbrigðisnefnd Suðurnesja afturkalla starfsleyfið.
Ef forsvarsmenn Laugafisks hf. hafa eitthvað við ákvörðun þessa að athuga skal skriflegum athugasemdum skilað til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja innan 10. daga frá dagsetningu bréfsins sbr. IV. kafli stjórnsýslulaga nr.37/1993.
Samkvæmt 31. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir er forsvarsmönnum fyrirtækisins heimilt að vísa málinu til sérstakrar úrskurðarnefndar. “
Á heimasíðu Laugafisks hf. kemur eftirfarandi fram um framleiðslu fyrirtækisins:
Hráefnið
Líkt og í allri fiskvinnslu fást góðar afurðir í fiskþurrkun með vönduðum vinnubrögðum, góðu hráefni og góðum búnaði. Einn af grundvallarþáttunum í skipulagi Laugafisks er söfnunarkerfi á fiskhausum og hryggjum frá fiskvinnslufyrirtækjum hér á landi. Fyrirtækið fær hráefni frá nær öllum landsfjórðungum og má segja að staðsetning verksmiðja fyrirtækisins sé lykill að vel heppnuðu söfnunarkerfi fyrir hráefni.
Strax og hráefni kemur til verksmiðja Laugafisks er það þvegið og fiskinum því næst raðað á plastgrindur sem síðan fara í þurrkofna. Í ofnunum er fiskurinn í 2-3 daga og að þeim þætti loknum fer fram eftirþurrkun í sérstökum kössum sem stendur yfir í 1-5 daga eftir afurðum. Loks er afurðum pakkað í 30 kílóa pakkningar og þær fluttar með gámum á markað.
Stærsti íslenski framleiðandinn fyrir Nígeríumarkað
Framleiðsla fyrirtækisins hefur alla tíð farið á markað í Nígeríu þar sem rík hefð er fyrir neyslu rétta úr þurrkuðum fiski. Allt vöruþróunarstarf Laugafisks er miðað við eðli markaðarins í Nígeríu og hefur fyrirtækinu orðið vel ágengt með nýjar afurðir.
Meginstarfsemi Laugafisks hefur frá upphafi verið þurrkun á hausum og hryggjum á markað í Nígeríu. Fyrirtækið hefur verið stærsti einstaki framleiðandi hérlendis á þann markað og oft haft markaðsyfirburði þar.
Hlutdeild Laugafisks á Nígeríumarkaði er nú um 20% og er stefnt að því að auka hana enn frekar í náinni framtíð.