Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Heilakúnstir á bókasafninu
Fimmtudagur 18. janúar 2018 kl. 08:00

Heilakúnstir á bókasafninu

Heilakúnstir er heimanámsaðstoð sem boðið er upp á í Bókasafni Reykjanesbæjar á vegum Rauða kross Suðurnesja. Heimanámsaðstoð er fyrir börn í Reykjanesbæ frá 4. bekk. Hún verður alla þriðjudaga frá klukkan 14.30 til 16 og alla fimmtudaga frá klukkan 16 til 17.30.
Nemendur og sjálfboðaliðar Rauða krossins hittast á neðri hæð safnsins í vinnuherbergi sem nefnist „Búrið“. Afslappað andrúmsloft verður í forgrunni þar sem hver og einn hefur tækifæri til að vinna á eigin hraða.
Heimanámsaðstoðin er ókeypis og allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrir fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024