Heiðurslistar grunnskóla birtir í annað sinn
Heiðurslistar grunnskóla í Reykjanesbæ hafa nú verið birtir í annað sinn.
Á heimasíðu Reykjanesbæjar segir að Heiðurslistunum er ætlað að efla sjálfstraust nemenda og trú á, að það sé einhvers virði að leggja sig fram og ná góðum árangri og framförum.
Heiðurslistum er í fyrsta lagi ætlað að vekja athygli foreldra og skólasystkina á frábærum árangri nemenda á hvaða sviði sem er. Í öðru lagi að vekja athygli samfélagsins á nemendum sem náð hafa eftirtektarverðum árangri eða verið til fyrirmyndar á einhverju sviði skólastarfs eða dagslegs lífs.
Birting listanna í fyrra olli miklu umtali og voru skiptar skoðanir um ágæti þeirra. Þess vegna var nú leitað til foreldra viðkomandi barna áður en þau voru sett á lista, en auk þess eru listarnir einungis birtir á rafrænu formi á heimasíðum viðkomandi skóla og bæjarins.
Á heimasíðu Reykjanesbæjar segir að Heiðurslistunum er ætlað að efla sjálfstraust nemenda og trú á, að það sé einhvers virði að leggja sig fram og ná góðum árangri og framförum.
Heiðurslistum er í fyrsta lagi ætlað að vekja athygli foreldra og skólasystkina á frábærum árangri nemenda á hvaða sviði sem er. Í öðru lagi að vekja athygli samfélagsins á nemendum sem náð hafa eftirtektarverðum árangri eða verið til fyrirmyndar á einhverju sviði skólastarfs eða dagslegs lífs.
Birting listanna í fyrra olli miklu umtali og voru skiptar skoðanir um ágæti þeirra. Þess vegna var nú leitað til foreldra viðkomandi barna áður en þau voru sett á lista, en auk þess eru listarnir einungis birtir á rafrænu formi á heimasíðum viðkomandi skóla og bæjarins.