Heidatrubador gefur út nýja plötu
Heidatrubador hefur gefið út nýja plötu og nýtt myndband, en Heidatrubador er tónlistarverkefni Heiðu Eiríksdóttur, betur þekktri sem Heiðu í Unun. Verkefnið er tiltölulega nýlegt, en Heiða segist hafa viljað koma fram ein með kassagítar eins og hún gerði sem unglingur.
Heiða er einnig í hljómsveitinni Hellvar og Dyr, en fyrir það hefur hún verið í hljómsveitunum Heiða og Heiðingjarnir og Unun. „Pælingin með nafninu Heidatrubador var fyrst og fremst sú að mig langaði að dusta rykið af kassagítarslögunum mínum.“
Heiða er nú búsett í Berlin, en þar tók hún upp plötuna, sem nefnist Artist Celery. Platan var fyrst gefin út á Youtube, en síðar meir einnig á heimasíðu Heiðu. Þann 21. september síðastliðinn gaf hún svo út myndband við upphafslög plötunnar „Til vara“.
„Til vara“ má sjá hér að neðan.