Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heidatrubador gefur út nýja plötu
Þriðjudagur 26. september 2017 kl. 09:39

Heidatrubador gefur út nýja plötu

Heidatrubador hefur gefið út nýja plötu og nýtt myndband, en Heidatrubador er tónlistarverkefni Heiðu Eiríksdóttur, betur þekktri sem Heiðu í Unun. Verkefnið er tiltölulega nýlegt, en Heiða segist hafa viljað koma fram ein með kassagítar eins og hún gerði sem unglingur.

Heiða er einnig í hljómsveitinni Hellvar og Dyr, en fyrir það hefur hún verið í hljómsveitunum Heiða og Heiðingjarnir og Unun. „Pælingin með nafninu Heidatrubador var fyrst og fremst sú að mig langaði að dusta rykið af kassagítarslögunum mínum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heiða er nú búsett í Berlin, en þar tók hún upp plötuna, sem nefnist Artist Celery.  Platan var fyrst gefin út á Youtube, en síðar meir einnig á heimasíðu Heiðu. Þann 21. september síðastliðinn gaf hún svo út myndband við upphafslög plötunnar „Til vara“.

„Til vara“ má sjá hér að neðan.