Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heiðarskóli sigraði í Skólahreysti
Sigurlið Heiðarskóla. Skjáskot af RÚV.
Fimmtudagur 3. maí 2018 kl. 08:46

Heiðarskóli sigraði í Skólahreysti

Heiðarskóli í Reykjanesbæ sigraði í Skólahreysti í gærkvöldi en úrslitin fóru fram í Laugardalshöll. Tólf skóla öttu þar kappi og þar af tveir úr Reykjanesbæ en auk Heiðarskóla keppti Holtaskóli í úrslitum Skólahreysti í ár.
 
Heiðarskóli sigraði í keppninni með 60 stigum. Laugalækjaskóli varð annar með 48,5 stig og Grunnskólinn á Hellu var með 47,5 stig.
 
Frá árinu 2011 hafa skólar úr Reykjanesbæ verið ósigrandi þangað til í fyrra en Holtaskóli hefur frá upphafi sigrað fimm sinnum og Heiðarskóli með þessum sigri, þrisvar.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024