Heiðarskóli og Njarðvíkurskóli uppfylla sjálfsmatsviðmið
Niðurstöður frá menntamálaráðuneytinu liggja fyrir varðandi sjálfsmat grunnskólanna í Reykjanesbæ vorið 2008.
Eingöngu tveir af fimm grunnskólum bæjarfélagsins uppfylla að fullu viðmið ráðuneytisins um sjálfsmatsaðferðir. Skólarnir tveir eru Heiðarskóli og Njarðvíkurskóli.
Í fundargerð fræðsluráðs síðan 14.ágúst sl. hvetur ráðið hina skólana til að reyna að ná settum markmiðum varðandi innra mat.
Á vef ráðuneytisins kemur fram að innra mat taki á þáttum eins og kennslu- og stjórnunarháttum, samskiptum innan skólans og tengsl við aðila utan skólans.
Menntamálaráðuneytið leggur mat á sjálfsmatsaðferðir skóla á fimm ára fresti.
Í Reykjanesbæ eru 6 grunnskólar þ.e. Njarðvíkurskóli, Akurskóli, Holtaskóli, Heiðarskóli, Myllubakkaskóli og Háaleitisskóli sem er útibú frá Njarðvíkurskóla.