Heiðarskóli meðal efstu skóla á landinu í samræmdum prófum
Heiðarskóli í Reykjanesbæ var meðal efstu skóla á landinu í samræmdum prófum í 10. bekk á síðasta ári, samkvæmt nýju yfirliti um 100 skóla.
Heiðarskóli er í 8. efsta sæti um 100 skóla á landinu sé skoðað meðaltal þriggja námsgreina þ.e. í íslensku stærðfræði og ensku. Í stærðfræði stendur skólinn sig best og er í 3. sæti á landinu. Sé tekið meðaltal síðustu 5 ára er Heiðarskóli jafnframt meðal efstu skóla á landinu og það sama má segja um niðurstöður samræmdra prófa í 4. bekk.
Næstur, en talsvert neðar á listanum yfir 10. bekk kemur Myllubakkaskóli, en aðrir skólar í Reykjanesbæ standa töluvert lakar í þessum samanburði.
---
VFmynd - Frá Heiðarskóla.