Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Heiðarbyggð verður ekki nafn nýja sameinaða sveitarfélagsins
Ný bæjarstjórn Garðs og Sandgerðis.
Miðvikudagur 8. ágúst 2018 kl. 09:52

Heiðarbyggð verður ekki nafn nýja sameinaða sveitarfélagsins

-ný bæjarstjórn ætlar að finna nýtt nafn á sameinaða sveitarfélag Garðs og Sandgerðis

Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis mun ekki byggja ákvörðun um nýtt nafn á sveitarfélaginu á niðurstöðvum atkvæðagreiðslu sem fram fór sl. vor. Nýja sveitarfélagið mun  því ekki heita Heiðarbyggð sem hlaut flest atkvæði í rafrænni kosningu í maí.


Í fundargerð bæjarráðs 25. júlí sl. segir:
Bæjarstjórn túlkar dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag sem andstöðu bæjarbúa við þá valkosti sem voru í boði. Bæjarstjórn mun því ekki byggja ákvörðun um nýtt nafn á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Bæjarstjórn skal ákveða heiti sveitarfélagsins að fenginni umsögn örnefnanefndar í samræmi við ákvæði 5. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Í maí sl. var kosið í rafrænni kosningu á milli tveggja nafna sem höfðu hlotið flest atkvæði þegar valið var á milli fimm nafna. Suðurbyggð fékk 100 atkvæði, Heiðarbyggð 174 og 224 skiluðu auðu. Alls greiddu 500 atkvæði en á kjörskrá eru 2692. Það voru því 6,5% íbúa sem völdu nafnið Heiðarbyggð í kosningunni, sem er aðeins ráðgefandi fyrir nýja bæjarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi. Það er því ljóst að ný bæjarstjórn metur þá ráðgjöf ekki nægjanlega og Sandgerðingar og Garðmenn munu því ekki búa í „Heiðarbyggð.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024