Heiðarbyggð, Suðurnesjabær eða Sveitarfélagið Miðgarður

- Kosningaþátttaka þarf að vera 50% og að eitt nafn þarf yfir 50% atkvæða til að hljóta bindandi kosningu.

Kosið verður á milli þriggja nafna á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar sveitarfélagsins í gærkvöldi.
 
Nöfnin þrjú sem kosið verður um eru:
 
Heiðarbyggð.
 
Suðurnesjabær.
 
Sveitarfélagið Miðgarður.
 
Kosningin um nöfnin fer fram laugardaginn 3. nóvember nk. 
 
Um undirbúning og framkvæmd íbúakosningar var eftirfarandi samþykkt:
 
Íbúakosning fari fram laugardaginn 3. nóvember 2018 og verði með hefðbundnum hætti í umsjón Kjörstjórnar.
 
Íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu og eru fæddir árið 2002 og fyrr hafi kosningarétt.  Erlendir ríkisborgarar með lögheimili í sveitarfélaginu hafi rétt til þátttöku, með sama hætti og viðhaft var við rafræna íbúakosningu um nafnatillögur fyrr á árinu. 
 
Fari kosningaþátttaka yfir 50% og ein tillaga hlýtur meira en 50% greiddra atkvæða er bæjarstjórn skuldbundin til að fara eftir niðurstöðu kosninganna.
 
Unnið verði að því að kosning utan kjörfundar geti hafist 14 dögum fyrir kjördag.
Kosning utan kjörfundar fari fram í ráðhúsum sveitarfélagsins í Garði og Sandgerði á opnunartíma.
 
Bæjarstjórn veiti bæjarráði fullnaðarheimild til að semja kjörskrá vegna kosningarinnar.
 
Yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnir verði virkjaðar til að annast framkvæmd kosningarinnar.
 
Bæjarráði verði falin umsjón með undirbúningi og framkvæmd málsins eftir fund bæjarstjórnar þann 3. október 2018 og fram yfir íbúakosningu.
 
Samkvæmt niðurstöðu bæjarstjórnar verður kosið milli framangreindra tillagna um heiti sveitarfélagsins.