Hegningarlagabrotum fjölgaði í apríl
Hegningarlagabrot í apríl síðastliðnum voru mun fleiri í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum en í sama mánuði síðasta ár. Þannig voru þau 113 nú á móti 78 á síðasta ári. Umferðarlagabrotun fjölgaði úr 220 í 325 á sama tíma. Fíkniefnabrotum fækkaði úr 32 í 18. Þetta kemur fram í samantekt Ríkislögreglustjóra.