Hegningarlaga- og umferðarlagabrotum fækkar í apríl
Alls komu 81 hegningarlagabrot til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum í apríl síðastliðnum. Það er nokkur fækkun brota á milli ára en í apríl 2009 voru þau 113 talsins. Umferðarlagabrotum fækkar einnig úr 325 í 202. Fjöldi fíkniefnamála helst svipaður á milli ára, voru 19 nú í apríl samanborið við 18 í sama mánuði 2009.
Þetta kemur fram í afbrotatölfræði frá Ríkislögreglustjóra.