Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hefur þú séð trommurnar hans Tomma?
Þriðjudagur 17. maí 2016 kl. 18:00

Hefur þú séð trommurnar hans Tomma?

Verðmætum diskum stolið úr æfingahúsnæði

Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallarinnar varð fyrir því óláni að trommusetti hans var stolið í æfingahúsnæði á Suðurnesjunum á dögunum. Reyndar fannst meirihlutinn af gamla settinu en allir diskarnir sem því fylgja eru horfnir. Tómas auglýsti eftir þeim á Facebook og bað fólk um að hafa augun hjá sér.

„Ef þið sjáið diskana einhvers staðar í notkun eða til sölu eða heyrið jafnvel af trommurum sem eiga skyndilega nánast alla Paiste Signature línuna þá megið þið endilega láta mig vita,“ segir Tómas á síðu sinni en færslu hans má sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024