Hefja vinnu við hundagerði í Grindavík í ágúst
Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkurbæjar óskar eftir áhugasömum aðilum til að hafa umsjón með hundagerði sem til stendur að taka í notkun fljótlega, vinna við uppsetningu hundagerðisins er áætlað seinnipartinn í ágúst.
Á fundi umhverfis- og ferðamálanefndar í fyrradag var farið yfir stöðuna á væntanlegu hundagerði og hugmyndum að fýsilegum umsjónaraðilum með svæðinu. Nefndin lagði það til á fundi sínum að auglýst yrði eftir áhugasömum aðilum til að hafa umsjón með hundagerðinu.
Hlutverk þeirra sem koma til með að fara með umsjón svæðisins er sjá um að útbúa umgengnisreglur og vera tengiliður þeirra hundeigenda sem nota svæðið við Nesveg við Grindavíkurbæ.