Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hefja uppbyggingu fiskeldis í Grindavík
Mánudagur 15. ágúst 2016 kl. 09:59

Hefja uppbyggingu fiskeldis í Grindavík

Framleiðsla í gang í byrjun 2017- skapar 20 störf

Fjármögnun Matorku vegna fiskeldisstöðvar í Grindavík er nú lokið. Búið er að bjóða út verkið og stefnt er að því að hefja framkvæmdir á næstunni. „Hin nýja eldisstöð mun fullbyggð búa til 40 ný störf og afla um 20 milljóna dollara í erlendum gjaldeyri fyrir þjóðarbúið,“ segir Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku í samtali við kvotinn.is

Áætlað er að fyrstu ker nýju stöðvarinnar verði tilbúin í byrjun næsta árs og að slátrun hefjist seinna það ár. Nýverið keypti Matorka einnig eldistöðina við Húsatóftir í Grindavík til að auðvelda uppbyggingu og bæta framleiðslukerfi félagsins á Reykjanesi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsti áfangi verður 1.500 tonn, en þegar uppbyggingu verður lokið miðað við núverandi leyfi verður afkastagetan 3.000 tonn, bæði lax og bleikja. Á Íslandi eru nú framleidd rúm 4.000 tonn af bleikju á ári, en miðað við fyrsta áfangann hjá Matorku verður framleiðslan 750 tonn. Þannig verður aukningin á framleiðslu á bleikju í landinu um 15% með tilkomu eldis Matorku í Grindavík.