Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Hefja framkvæmdir við undirgöng við Hafnaafleggjara
Fimmtudagur 25. ágúst 2016 kl. 08:57

Hefja framkvæmdir við undirgöng við Hafnaafleggjara

Áætluð verklok eru 15. nóvember

Framkvæmdir við undirgöng undir Reykjanesbraut við Hafnaafleggjara hefjast í næstu viku en skrifað var undir samning þess efnis á þriðjudag við verktakann Ellert Skúlason ehf. Kostnaður Reykjanesbæjar vegna verksins er rúmar 20 milljónir. Áætlað er að framkvæmdakostnaður verði um 70 milljónir og greiðir Vegagerðin stærsta hluta framkvæmdarinnar þar sem um þjóðveg að ræða. Vinstri beygja er nú bönnuð á Hafnaafleggjara eins og kunnugt er.

Mikil umferð gangandi og hjólandi vegfarenda er yfir Reykjanesbraut sem skapartalsverða hættu, m.a. fyrir íbúa á Ásbrú sem sækja þjónustukjarnanna á Fitjum. Fyrsta verk varðandi undirgöngin eru merkingar og vinna við framhjáhlaup en áætluð verklok eru 15. nóvember nk.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024