Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hefðir íslenskra jóla kynntar á opnu húsi fjölmenningar
Föstudagur 25. nóvember 2005 kl. 09:37

Hefðir íslenskra jóla kynntar á opnu húsi fjölmenningar

Mynd af hefðbundnum íslenskum jólamatOpið hús verður á Bókasafni Reykjanesbæjar n.k. laugardag frá kl. 11:00 - 13:00 undir yfirskriftinni Hefðir íslenskra jóla.

Dagskráin ætluð fólki af erlendum uppruna og er hún liður í fjölmenningarverkefni sem unnið er í samvinnu bókasafns, menningarfulltrúa, 88 Hússins, Fræðslusviðs og fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar.

Sagt verður frá jólahaldi á Íslandi og boðið upp á heitt súkkulaði og meðlæti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024