Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 8. desember 2003 kl. 11:01

Hávaðasöm ungmenni með bjór og landabrugg

Skömmu fyrir kl. 21 á laugardagskvöld var kvartað til lögreglu vegna hávaða í unglingum utan dyra við Hringbraut í Keflavík. Lögreglan fór á staðinn, þar var um að ræða 10 unglinga á aldrinum 14-16 ára.  Þeir voru með bjór og "landabrugg" sem var tekið í vörslu lögreglu.  Þrír þeirra voru undir áhrifum áfengis.  Haft var samband við foreldra þeirra og barnaverndarfulltrúa gert viðvart.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024