Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Haustlitaveður um helgina
Fimmtudagur 7. október 2010 kl. 08:35

Haustlitaveður um helgina


Um helgina ætti að verða ákjósanlegt veður til að skoða haustlitina því veðurspáin gerir ráð fyrir björtu og fallegu veðri á suðvesturhorni landsins. Veðurspáin fyrir Faxaflóann næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir suðlægri átt, 3-8 m/s og skúrum. Hæg breytileg átt á morgun. Hiti 7 til 12 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Hæg suðlæg og skúrir, en hæg breytileg átt á morgun. Hiti 6 til 11 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og súld SA-lands, en annars stöku skúrir. Léttir víða til um kvöldið. Hiti 7 til 12 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Hægir vindar og víða bjartviðri, en austan 5-10 m/s og skýjað og lítilsháttar væta með S-ströndinni. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast á SV-landi.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með vætu S- og V-lands, en annars þurrt að kalla. Áfram hlýtt í veðri.

Mynd/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024