Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hausthátíð Varnarliðsins á laugardag
Miðvikudagur 29. september 2004 kl. 15:57

Hausthátíð Varnarliðsins á laugardag

Varnarliðsmenn bjóða til árlegrar hausthátíðar á Keflavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, 2. október. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Hátíðin er að venju með "karnival" - sniði og fer fram í stóra flugskýlinu næst vatnstanki vallarins frá klukkan ellefu að morgni til fjögur síðdegis.
Í boði verður fjölbreytt skemmtun fyrir alla fjölskylduna - tónlist, þrautir, leikir, matur og hressing og sýningar af ýmsu tagi, Gestum gefst gott tækifæri til að kynnast íbúum á Keflavíkurflugvelli og skoða þotur, þyrlur og annar búnaður varnarliðsins sem verður til sýnis á svæðinu.

Umferð er um Grænáshlið ofan Njarðvíkur.  Gestir eru vinsamlega beðnir að hafa ekki með sér hunda.
VF-mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024