Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Haustfundur Rf haldinn í Grindavík
Föstudagur 12. nóvember 2004 kl. 22:58

Haustfundur Rf haldinn í Grindavík

Haustfundur Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins var haldinn í Saltfisksetrinu í Grindavík í dag.

Þar stigu á stokk ýmsir fyrirlesarar, þ.á.m. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, Björn Dagbjartsson, frv. Alþingismaður og forstjóri Rf og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri RF.

Á fundinum var m.a. rætt um stefnu og nýjar áherslur í Rf og fiskveiðar, vinnslu, verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða.

Auk þess tóku til máls tveir erlendir gestir, þeir Steve Dillingham, forstjóri bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Strategro International og Oyvind Lie, stjórnandi Matvælarannsóknastofnunarinnar í Noregi og prófessor við háskólann í Bergen.

Á milli erinda voru líflegar umræður og er fundi var slitið um kl. 17 var boðið upp á léttar kaffiveitingar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024