Haustdögum lýkur í dag
Í dag er síðasti dagur Haustdaga á Suðurnesjum. Samtökin Betri Bær í samvinnu við Víkurfréttir hafa staðið fyrir Haustdögum og hafa margar verslanir og þjónustuaðilar boðið upp á tilboð eða afslætti á söluvarningi sínum. Það er tilvalið að nýta daginn vel og gera góð kaup á þessum síðasta degi Haustdaga.