Haustak hf. styrkir stöðu sína á markaði
Haustak hf. hefur fest kaup á meirhluta í Herði hf. á Egilsstöðum. Herðir hefur um árabil heitþurrkað fiskafurðir á borð við hausa og bein. Herðir hefur vaxið undanfarin ár og nú síðast var þar tekinn í notkun bandaklefi sem stóreykur afköst við þurrkun á beinum. Við kaupin styrkir Haustak sig enn frekar sem leiðandi fyrirtæki í þurrkun á fiskafurðum.
Haustak stendur á Reykjanesi og er til helminga í eigu Þorbjarnar og Vísis. Þar eru hausar og hryggir þurrkaðir við gufuhita og fluttir á markað í Nígeríu. Settir hafa verið upp hjallar og þar er þurrkuð keila, ásamt löngu, sem verkuð er í svokallaðan „lutfisk.“