Fréttir

Hausar safnast upp
Miðvikudagur 10. febrúar 2016 kl. 06:15

Hausar safnast upp

- Vegna gjaldeyrisskorts í Nígeríu

Vegna gjaldeyrisskorts í Nígeríu er erfitt að selja þurrkaðar fiskafurðir þar. Frá þessu er sagt á vef Fiskifrétta. Þar er haft eftir Gunnari Tómassyni, framkvæmdastjóra framleiðslu- og sölumála hjá Þorbirni hf. í Grindavík að fyrirtækið finni fyrir því að gjaldeyrir þar sé af skornum skammti. „Kaupendur okkar eiga í erfiðleikum með að fjármagna innkaup en á sama tíma eru aðrir að reyna að komast inn í viðskiptin. Við förum alltaf fram á staðgreiðslu. Það hefur dregið úr afhendingarhraðanum og á meðan safnast birgðir upp hjá okkur,“ sagði hann í viðtali við Fiskifréttir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024