Hátterndi Ásmundar ekki andstætt siðareglum um bílakostnað
Forsætisnefnd Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert hafi komið fram sem gefi til kynna að hátterni Ásmundar Friðrikssonar, alþingismanns í Suðurkjördæmi hafi verið andstætt siðareglum fyrir alþingismenn varðandi endurgreiddan aksturskostnað til þingmanna. Þá standi ekki skilyrði til þess að verða við beiðni Björns Levý Gunnarssonar, alþingismanns um að fram fari almenn rannsókn á endurgreiddum aksturskostnaði þingmanna.
Loks er það niðurstaða forsætisnefndar að ekki hafi komið fram upplýsingar eða gögn sem sýni að til staðar sé grunur um refsiverða háttsemi hjá Ásmundi sem kæra beri sem meint brot á reglum forsætisnefndar um endurgreiðslu aksturskostnaðar til lögreglu.