Hátt í þrjú þúsund manns fengu aðstoð á Suðurnesjum
Landsbjörg áætlar að á fimmta þúsund manns hafi verið aðstoðaðir með beinum eða óbeinum hætti síðustu óveðursdaga. Á Grindavíkurvegi voru 1.200 manns komið til aðstoðar og hjálpað í skjól, um 1.500 manns voru aðstoðaðir í Reykjanesbæ auk þess sem um 2.000 farþegar sem voru strandaglópar í Leifsstöð.
Frá 17. Desember eru skráðar 83 aðgerðir Slysavarnafélagsins Landsbjargar um allt land. Alls tóku 633 félagar björgunarsveita þátt í þeim, frá 63 björgunarsveitum.
163 björgunartæki voru notuð þessa daga, langmest breyttir jeppar og snjóbílar, en einnig stærri trukkar.
Björgunarsveitir sinntu líka því mikilvæga verkefni að koma því starfsfólki til vinnu sem brýn þörf var á að kæmust, svo sem heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk viðbragðs aðila. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar víða, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.