Hátt í 900 atvinnulausir á Suðurnesjum

Tala atvinnulausra á Suðurnesjum hækkar ört og eru nú 897 skráðir atvinulausir á svæðinu, 461 karl og 436 konur. 
Undir lok október voru 543 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum og um miðjan þennan mánuð hafði þeim fjölgað í yfir 840. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar.
Á landinu öllu eru 5,721 skráðir atvinnulausir. 



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				