Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hátt í 2500 skjálftar frá því í lok maí
Miðvikudagur 17. júní 2020 kl. 21:11

Hátt í 2500 skjálftar frá því í lok maí

Jarðskjálfti af stærð M2,9 mældist í nótt kl. 02:14 um 5km NNA af Reykjanestá, skjálftans varð vart við Bláa Lónið og barst Veðurstofunni tilkynning þess efnis.

Frá því landris hófst á svæðinu við Grindavík hefur land risið þar um tólf sentimetra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jarðskjálftavirkni jókst aftur í nágrenni Grindavíkur í lok maí, síðan þá hafa hátt í 2500 jarðskjálftar verið staðsettir þar, flestir undir 1,0 að stærð.

Jarðskjálftavirkni hefur aukist tímabundið nokkrum sinnum á svæðinu síðan í lok janúar á þessu ári. Aukin jarðskjálftavirkni er í tengslum við landris vegna kvikuinnskota á nokkurra km dýpi í jarðskorpunni skammt V við fjallið Þorbjörn.