Hátíðarsvæði við Ægisgötu fær nafn
Menningarráð Reykjanesbæjar valdi úr fjölda tillögum nafnið Bakkalág.
Menningarráð bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fundaði í gær og var m.a. það mál á dagskrá að gefa hátíðarsvæði við Ægisgötu nafn. Svæðið hefur undanfarin ár helst verið notað á Ljósanótt en einnig á Keflavík Music Festival fyrr í sumar.
Mikil og góð viðbrögð urðu hjá bæjarbúum við ósk um tillögur að nafni á hátíðarsvæði við Ægisgötu, sem er seinni tíma landfylling. Bárust tæplega 100 tillögur frá fjölda manns auk þess sem margir lögðu til sömu nöfnin. Menningarráð valdi að lokum nafnið Bakkalág.
Í nafngiftinni felst skemmtilegur orðaleikur. Nafnið lýsir annars vegar svæðinu nokkuð vel, en bakki er land meðfram sjávarbakka og lág er lægð eða dæld. Einnig felst í orðinu vísun til sögu þorpsins á 19. og 20. öld þegar fiskur var breiddur út, þurrkaður og saltaður hvar sem því var við komið og sendur á markaði við Miðjarðarhaf þar sem saltfiskurinn gengur undir nafninu Bacalo.