Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hástökkvari í stjörnuleik
Mánudagur 10. nóvember 2003 kl. 11:07

Hástökkvari í stjörnuleik

Fréttavefurinn Víkurfréttir.is er hástökkvari vikunnar í Samræmdri vefmælingu Modernus með 130,5% gestaaukningu, sem skýtur honum upp í 11. sæti listan úr 31. sæti á vefnum teljari.is. Slík stökk eru sjaldgæf. Tölur sem þessar kalla sjálfkrafa á skoðun, sem þegar hefur farið fram. Skýringuna er að finna í umfjöllun vefsins um stjörnuleitina "Idol" á Stöð 2, sem aftur rataði í almennar fréttir sjónvarps- og útvarpsstöðva í vikunni. Nokkrir vinsælir vefir "linkuðu" sig inn á vikurfrettir.is með jákvæðum afleiðingum fyrir vefinn.
Nú er að sjá hvort Víkurfréttum tekst að halda í vinsældirnar. Hvað sem öðru líður eru Víkurfréttir einn stærsti, ef ekki stærsti, svæðisbundni netmiðillinn í landinu, segir í frétt á vefnum teljari.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024