Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Háskólavellir kapalvæðast
Föstudagur 11. júlí 2008 kl. 16:16

Háskólavellir kapalvæðast

Nú er unnið að kappi að því að kapalvæða Háskólavelli á Keflavíkurflugvelli. Síðustu daga hefur verið unnið að því að grafa í jörð leiðslur sem ljósleiðarasambandi verður síðan komið á með haustinu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tenging frá Kapalvæðingu er komin í tengibrunn á háskólasvæðinu en þaðan er núna verið að koma tengingu yfir í hinn kunna skemmtistað TOP OF THE ROCK á Keflavíkurflugvelli. Þaðan liggja leiðir til allra átta en í fyrsta áfanga verður hið svokallaða 1100-hverfi tengt við kerfi Kapalvæðingar.
 

Í framhaldinu verður síðan komið á tengingu við aðrar íbúðir á flugvallarsvæðinu, en íbúum Keflavíkurflugvallar fjölgar hratt þessar vikurnar. Í haust er gert ráð fyrir að íbúar á Keflavíkurflugvelli verði orðnir um 1700 talsins. Í dag er eina leiðin til að ná sjónvarpsefni á Keflavíkurflugvelli í gegnum ADSL-tengingar hjá Símanum. Með sjónvarpsvæðingu Kapalvæðingar verður því samkeppni á þessum ört stækkandi markaði í gömlu herstöðinni.




Myndir:
Guðmundur Sigurbergsson hjá Kapalvæðingu kemur fyrir lögn sem flytja mun ljósleiðaramerki frá Kapalvæðingu um Háskólavelli.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson