Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 21. júlí 2003 kl. 10:08

Háskólasetur Suðurnesja stofnað í Sandgerði

Bæjarráð Sandgerðis hefur samþykkt samhljóða tillögu lagða fram af bæjarstjóra Sandgerðis um stofnun Háskólaseturs Suðurnesja í Sandgerði. Meginhlutverk Háskólasetursins er að efla rannsókna- og fræðastarf Háskóla Íslands á Suðurnesjum með því;a. að stuðla að margvíslegri háskólakennslu á Suðurnesjum, eftir því sem kostur er, bæði í tengslum við grunn- og framhaldsnám, og stuðla að því að haldin verði norræn og/eða alþjóðleg námskeið í Háskólasetrinu,

b. að efla tengsl skora, deilda og stofnana Háskóla Íslands og tengsl annarra íslenskra rannsóknastofnana við atvinnu- og þjóðlíf á Suðurnesjum,

c. að efla, í samvinnu við rannsóknastofnanir og háskóla, rannsóknir á náttúru Suðurnesja og á náttúru Íslands,

d. að stuðla að auknum rannsóknum á hverju því viðfangsefni, sem vert er að sinna á Háskólasetrinu.

Auk þess vinnur Háskólasetrið að þeim verkefnum sem stjórn Háskólasetursins og/eða stjórn Stofnunar fræðasetra fela henni, í umboði rektors og háskólaráðs eða í umboði ráðuneyta.

Tillaga kom fram um skipan í stjórn Háskólaseturs Suðurnesja í Sandgerði og samþykkir bæjarráð Sandgerðis tillöguna um að skipað verði í stjórnina þannig.

Formaður er skipaður samkvæmt tilnefningu rektors og Háskóli skipi tvo fulltrúa, einn fulltrúi verði tilnefndur af Sandgerðisbæ, einn fulltrúi frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og að einn fulltrúi komi frá Sjávarútvegsráðuneytinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024