Háskólabrú með vinnu
– Nýtt námsframboð hjá Keili
Keilir býður nú upp á aðfaranám að háskólanámi í fjarnámi til tveggja ára. Um er að ræða frábæran möguleika fyrir þá sem að vilja taka Háskólabrú með vinnu eða taka aðfaranám á lengri tíma. Námið er tekið á tveimur árum og er skipulagt eins og fjarnám Háskólabrúar. Fjarnám getur hentað þeim sem að vilja nýta sér nýjustu tækni í kennslu og haga námstímanum eftir sinni þörf.
Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Keilir er eini skólinn á Íslandi sem býður upp á aðfararnám í samstarfi við Háskóla Íslands, sem þýðir að námið veitir útskrifuðum nemendum réttindi til að sækja um nám við HÍ, sem og alla aðra háskóla á Íslandi, auk fjölda erlendra háskóla. Hátt í 1.200 einstaklingar hafa lokið námi í Háskólabrú Keilis og hefur skólinn á undanförnum árum markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur, ásamt því að miða kennsluhætti við þarfir fullorðinna nemenda.
Háskólabrú með vinnu hefst 28. nóvember og Háskólabrú í fjarnámi hefst 3. janúar næstkomandi. Nánari upplýsingar má nálgast á www.haskolabru.is