Háskólabrú Keilis á ensku
Í fyrsta sinn verður hægt að leggja stund á nám í Háskólabrú Keilis á ensku í haust. Er það hugsað til þess að koma til móts við þá aðila sem búa á Íslandi með annað móðurmál en íslensku eða erlenda aðila á Íslandi sem hafa áhuga á að komast að í íslenskum háskólum. „Það hefur verið töluvert um fyrirspurnir og óskir um slíkt frumgreinanám á undanförnum árum og hefur Keilir því tekið þessa ákvörðun,“ segir Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis, í samtali við Víkurfréttir.
Námið mun hefjast 1. október næstkomandi og tekur tvö ár þar sem kennt er í fjarnámi. Það verður þannig hægt að taka námið með vinnu.