Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Háseti féll útbyrðis
Laugardagur 30. ágúst 2014 kl. 07:00

Háseti féll útbyrðis

Mannbjörg varð þegar háseti á Arnþóri GK 20 féll útbyrðis í vikunni.  Hann var við vinnu aftan til á skipinu, þegar hann flækti sig og dróst útbyrðis með voðinni. Maðurinn náði að komast úr sjóstakki, buxum og stígvélum, þótt hann sæti fastur í voðinni, en gat losað sig úr henni eftir það. Siglt var með hann rakleiðis í land og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum ætlaði hann að fara á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.

Annað óhapp varð einnig á sjó í vikunni þegar maður var að blóðga löngu um borð í Tjaldanesi GK 525. Langan var sprelllifandi og þegar hann tók hana upp, snéri hún snöggt upp á sig með þeim afleiðingum að maðurinn missti allan mátt í þumli vinstri handar um stund. Hann fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem í ljós kom að þumalfingurinn var ekki brotinn en mjög bólginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024