Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hart deilt vegna lokunar Garðvangs
Miðvikudagur 17. júlí 2013 kl. 17:14

Hart deilt vegna lokunar Garðvangs

-Engin rekstrargrundvöllur segir Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar - Garðbúar ekki sagt sitt síðsta.

Stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum samþykkti á stjórnarfundi sínum á mánudag lokun dvalarheimilisins Garðvangs í Garði. Á fundinum var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur að loka Garðvangi. Fulltrúar Garðs eru ekki sáttir með niðurstöður atkvæðagreiðslunnar og sagði Einar Jón Pálsson forseti bæjarstjórnar í Garði í samtali við Víkurfréttir að Reykjanesbær sé í raun að ákveða að loka einum stærsta vinnustaðnum í Garðinum þar sem Reykjanesbær hafi þrjú atkvæði en hin bæjarfélögin aðeins eitt hvert.

Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi hjá Reykjanesbæ segist skilja gremju Garðbúa en tekur fram að Garðvangur hafi ekki uppfyllt skilyrði um rekstur vegna smæðar húsnæðis og slæmrar aðstöðu. Annað hvort hafi þurft að loka Garðvangi eða Hlévangi og þar sem rekstur Hlévangs hafi verið sjálfbær á meðan sveitarfélögin á Suðurnesjum hafi verið að greiða með rekstrinum á Garðvangi alls 75 milljónir króna á síðustu fimm árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjórn Garðs mun halda aukabæjarstjórnarfund á morgun kl. 17.30 til þess að ræða málið og þar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir af þeirra hálfu.

Ítarlegri umfjöllun um málið mun birtast í prentútgáfu Víkurfrétta sem koma út á morgun, fimmtudag.