Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 17. apríl 2002 kl. 01:36

Hart deilt um fjárveitingu í boxhring

Hart var deilt um fjárveitingu bæjarráðs til kaupa á færanlegum boxhring á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í gær. Ólafur Thordersen spurði að því hvort ekki væri rétt að leggja íþróttaráð niður, þar sem bæjarráðværi í raun að taka völd af íþróttaráði með því að afgreiða beint fjárveitingu upp á 1,3 milljónir kr. til kaupa á færanlegum boxhring og íþróttaráð fengi ekkert um málið að segja.Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi óskar bókað í bæjarráði á dögunum: „Ég lýsi undrun minni á þessari geðþótta afgreiðslu meirihlutans sem er algjörlega á skjön við þær vinnuhefðir sem ríkt hafa og sit ég því hjá“.
Kristmundur Ásmundsson bæjarfulltrúi óskar bókað á sama fundi: „Tel eðlilegt að TÍR fjalli þetta mál eins og venja er um sambærileg mál og sit því hjá við afgreiðslu málsins“.

Meirihluti bæjarstjórnar færði rök fyrir afgreiðslu sinni á bæjarstjórnarfundinum í gær og þar var fjárveitingin samþykkt með meirihluta atkvæða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024