Hart deilt á sýslumannsfulltrúa
Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður, lögmaður Smáís, fer hörðum orðum um synjun fulltrúa sýslumannsins í Keflavík við lögbanni á sölu fyrirtækisins Skydigital.is í Keflavík að áskriftum að Sky-gervihnattasjónvarpsstöðinni. Eyjan.is hefur fjallað ítarlega um málið og í tölvubréfi sem Hróbjartur sendi Eyjunni dregur hann faglega hæfni fulltrúans í efa og segir úrskurðrinn vekja upp þá spurningu hvort sýslumannsfulltrúínn sé sjálfur með Sky.Hrjóbjartur segir sýslumannsfulltrúann hafa neitað að rökstyðja ákvörðun sína, sem sé undarlegt enda hafi hann haft í höndum ótvíræð gögn um lögbrot fyrirtækisins, m.a. í formi efnis af heimasíðu þess. Ekki þurfi að deila um að Skydigital selji áskriftir.
Í umræddu bréfi veltir Hrjábjartur því upp hvort sýslumannsfulltrúinn sé sjálfur með Sky, hvort hann „hafi ekki hæfni né getu til þess að skilja lögfræðilegt samhengi hlutanna” hafi ekki „nennt að setja sig inn í málið” eða sé sérstaklega tengdur gerðaþola. „Það er amk erfitt að átta sig á niðurstöðunni út frá lögfræðilegri aðferðarfræði enda enginn rökstuðningur,“ segir í bréfinu sem birt er á Eyjunni.
„Ég er ekki með Sky og þekki ekki gerðarþola og ég skil ekki þessi ummæli,” segir Árni H. Björnsson, sýslumannsfulltrúi í Keflavík, við Eyjuna um ummæli Hrjóbjartar. Árni segist einfaldlega hafa hafnað beiðninni af því að hann taldi að lögbannsbeiðni Hróbjarts uppfyllti ekki skilyrði laga eins og hún var fram sett og eins og andmælum lögmanns SkyDigital var háttað.
„Ég er að reyna að vinna mitt starf,” segir Árni í samtali við Eyjuna. „Það er stórt mál að fara út í lögbann og það þarf að vera allt á hreinu. Það eru ákveðin lagaskilyrði sem þarf að uppfylla og sem ég taldi að væru ekki uppfyllt. En hvort ég er lélegur lögfræðingur kann að vera álitamál en ég stúderaði þetta mál gaumgæfilega og lagði ríka áherslu á að aðilar kæmu öllum sínum sjónarmiðum að,” segir Árni.
Árni segir úrskurðinn ekki rökstuddan að öðru leyti en því að sagt væri að lögbannskrafan næði ekki fram að ganga. Það væri vanalegt og byggt á því að lagaskilyrði fyrir jafnalvarlegu úrræði og lögbanni hefðu ekki verið talin til staðar. Hann segiri að hægt sé að skjóta synjun hans við lögbanni til dómstóla. Eins væri mögulegt að Hróbjartur legði fram aðra lögbannsbeiðni, sem hægt yrði að taka afstöðu til en sú sem hann hafnaði í gær hefði ekki uppfyllt lagaskilyrði til löbanns
Árni segir að hin hörðu ummæli Hróbjarts muni ekki hafa eftirmál af sinni hálfu. „Þetta sýnir mikið keppnisskap og pirring en þetta eru prýðismenn og sjálfsagt í mikilli baráttu fyrir sína skjólstæðinga,“ segir Árni.
Í umræddu bréfi veltir Hrjábjartur því upp hvort sýslumannsfulltrúinn sé sjálfur með Sky, hvort hann „hafi ekki hæfni né getu til þess að skilja lögfræðilegt samhengi hlutanna” hafi ekki „nennt að setja sig inn í málið” eða sé sérstaklega tengdur gerðaþola. „Það er amk erfitt að átta sig á niðurstöðunni út frá lögfræðilegri aðferðarfræði enda enginn rökstuðningur,“ segir í bréfinu sem birt er á Eyjunni.
„Ég er ekki með Sky og þekki ekki gerðarþola og ég skil ekki þessi ummæli,” segir Árni H. Björnsson, sýslumannsfulltrúi í Keflavík, við Eyjuna um ummæli Hrjóbjartar. Árni segist einfaldlega hafa hafnað beiðninni af því að hann taldi að lögbannsbeiðni Hróbjarts uppfyllti ekki skilyrði laga eins og hún var fram sett og eins og andmælum lögmanns SkyDigital var háttað.
„Ég er að reyna að vinna mitt starf,” segir Árni í samtali við Eyjuna. „Það er stórt mál að fara út í lögbann og það þarf að vera allt á hreinu. Það eru ákveðin lagaskilyrði sem þarf að uppfylla og sem ég taldi að væru ekki uppfyllt. En hvort ég er lélegur lögfræðingur kann að vera álitamál en ég stúderaði þetta mál gaumgæfilega og lagði ríka áherslu á að aðilar kæmu öllum sínum sjónarmiðum að,” segir Árni.
Árni segir úrskurðinn ekki rökstuddan að öðru leyti en því að sagt væri að lögbannskrafan næði ekki fram að ganga. Það væri vanalegt og byggt á því að lagaskilyrði fyrir jafnalvarlegu úrræði og lögbanni hefðu ekki verið talin til staðar. Hann segiri að hægt sé að skjóta synjun hans við lögbanni til dómstóla. Eins væri mögulegt að Hróbjartur legði fram aðra lögbannsbeiðni, sem hægt yrði að taka afstöðu til en sú sem hann hafnaði í gær hefði ekki uppfyllt lagaskilyrði til löbanns
Árni segir að hin hörðu ummæli Hróbjarts muni ekki hafa eftirmál af sinni hálfu. „Þetta sýnir mikið keppnisskap og pirring en þetta eru prýðismenn og sjálfsagt í mikilli baráttu fyrir sína skjólstæðinga,“ segir Árni.