Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 8. nóvember 2000 kl. 11:23

Hársnyrtistofa Harðar í blóma

Eigendaskipti urðu á hinni rótgrónu Hársnyrtistofu Harðar við Hafnargötu í Keflavík 1. september sl. Halla, dóttir Harðar Guðmundssonar og Þóranna Andrésdóttir tóku við rekstrinum sem verður með óbreyttu sniði. Opnunartími er frá kl. 9-18 mánudaga til föstudaga og frá kl. 10-13 á laugardögum en aðrir tímar eru eftir samkomulagi. Fólk getur hringt og pantað tíma eða mætt á staðinn og sem fyrr eru allir hjartanlega velkomnir. „Það eru forréttindi að fá að taka við fyrirtæki sem þessu í fullum blóma“, sagði Halla á þessum tímamótum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024