Harmonikuleikur í Listatorgi á morgun
Boðið verður upp á kaffi og vöfflur undir tónlist frá félögum úr félagi harmonikuunnenda á Suðurnesjum í Gallerý Listatorgi á morgun (skírdag) milli kl. 14 og 16. Listatorg er við Vitatorg í Sandgerði, þar sem Mamma Mía var áður til húsa. Félagar í Listatorgi vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma og njóta dagsins með þeim.