Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harmar töf á kísilverksmiðju í Helguvík
Mánudagur 27. júní 2011 kl. 14:08

Harmar töf á kísilverksmiðju í Helguvík


Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar harmar að töf hafi orðið á byggingu kísilverksmiðju í Helguvík. Hann hefur þó ekki áhyggjur af stöðu mála, enda hafi forsvarsmenn verkefnisins fullvissað sveitarfélagið um verksmiðjan verði reist. Þetta kemur fram í fréttum RÚV.


Fjárfestingarsamningar milli stjórnvalda, Reykjanesbæjar og Íslenska kísilfélagsins hf. voru undirritaðir við hátíðlega athöfn í mars, um byggingu 40.000 tonna kísilverksmiðju í Helguvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Framkvæmdir áttu að hefjast í byrjun sumars, það hefur ekki gengið eftir og hefur Íslenska kísilfélagið farið fram á að frestur vegna raforkukaupasamninga við Landsvirkjun og HS orku verði framlengdur til 15. ágúst en frestur til að ljúka við samningana rann út 15. júní.


Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, harmar töfina sem orðið hefur á verkefninu enda vilji menn koma því af stað sem fyrst enda er slæmt ástand í atvinnumálum á svæðinu. 


Á vef RÚV segir að fréttastofa hafi ekki náð tali af forsvarsmönnum Íslenska kísilfélagsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.


Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV má rekja töfina á málinu til þess að illa hafi gengið að koma á fundum með norskum bönkum vegna fjármögnunar verkefnisins. Áætlanir gerðu ráð fyrir að félagið gengi frá kaupum á lóðinni við Helguvík í lok júní.


Kaupverð fæst ekki uppgefið en samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur það á hundruðum milljóna króna. Fram kom á íbúafundum í Reykjanesbæ í vor að kaupverðið væri um 500 milljónir króna.


Böðvar segir sveitarfélagið enn gera ráð fyrir að gengið verði frá lóðakaupunum á tilsettum tíma. Sveitarstjórnarmenn hafi verið fullvissaðir um að ekki sé gert ráð fyrir neinum breytingum á áætlunum.  Þeir telji því enga ástæðu til að hafa áhyggjur þrátt fyrir tafirnar.