Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harma stöðu húsbyggjenda í Garði
Föstudagur 11. september 2009 kl. 16:02

Harma stöðu húsbyggjenda í Garði

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs harmar þá stöðu sem fjölmargir húsbyggjendur í Sveitarfélaginu Garði og víða um land eru komnir í. Bæjarstjórn Garðs afgreiddi á dögunum beiðni frá eigendum íbúðahúsalóðar í nýskipulögðu hverfi í Garði, þar sem eigendur ljóðarinnar bjóða sveitarfélaginu hana til kaups með öllu því sem á lóðinni er.

M.a. vegna fordæmis getur Sveitarfélagið Garður ekki orðið við erindi bréfritara, segir í afgreiðslu bæjarstjórnar og lagt var til að erindinu yrði hafnað.


Myndin: Fyrsta skóflustungan að hverfinu í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024