Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harma samkomulag við Landsnet
Mánudagur 3. nóvember 2008 kl. 13:14

Harma samkomulag við Landsnet



Bæjarfulltrúar H-listans í Vogum harma að meirihluti E-lista í sveitarstjórn fari gegn vilja íbúanna með nýlegu samkomulagi við Landsnet um lagningu raflína í landi sveitarfélagsins.

H-listinn dregur í efa að reynt hafi verið til fullnustu að fá raflínurnar í jörð eins og vilji íbúanna hafi staðið til.  Þá segir H-listinn að ekki hafi verið gætt hlutleysis við kynningu málsins.  Bent er á að Vogar sé eina sveitarfélagið sem ekki hafi fengið kröfum sínum framgengt í viðræðum við Landsnet, sem ekki hafi ennþá reynt að semja við landeigendur. Undrast minnihlutinn að meirihluti sveitarstjórnar hafi samþykkt að setja inn í samkomulagið viðurkenningu á eignarnámi þeirra jarða sem loftlínurnar eiga að liggja um, að því er fram kemur í bókun frá bæjarstjórnarfundi nú fyrir helgi.

Meirihluti bæjarstjórnar fagnar því hins vegar að náðst hafi samkomulag við Landsnet um uppbyggingu raforkuflutningskerfis í sveitarfélaginu. Mikilvægt sé að hafa tryggt að kostnaður falli ekki á sveitarfélagið ef um flutning mannvirkjana verði að ræða eða línur settar í jörðu, segir í fundargerð frá síðasta bæjarstjórnarfundi.

Samkomulagið við Landsnet var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæðum minnihlutans.

Bókun frá fundinum má sjá hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024