Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harma niðurskurð til Landhelgisgæslunnar
Mánudagur 2. janúar 2017 kl. 09:38

Harma niðurskurð til Landhelgisgæslunnar

- Ályktun frá Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur

Fundarmenn á aðalfundi Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur samþykktu ályktun þess efnis að þeir hörmuðu þann niðurskurð í fjárlögum ársins 2017 til Landhelgisgæslunnar og telja að hann bitni á öryggi sjómanna. Aðalfundurinn var haldinn síðasta miðvikudag, 28. desember, í Sjómannastofunni Vör. Á vef félagsins kemur fram að fundurinn hafi verið fjölmennur.

Á fundinum var meðal annars farið yfir stöðuna í kjarabaráttu félagsmanna og fékk Einar Hannes Harðarson, formaður félagsins, fullt umboð félagsmanna til að hvika hvergi í kröfum. Þá var samþykkt tillaga stjórnar SVG um að í Karphúsið mæti sex manna nefnd skipuð stjórn og formanni kjörnefndar, svo og að kynna samning á félagsfundi áður en skrifað verði undir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024