Harkalegur árekstur
All harkalegur árekstur varð á gatnamótum Hafnarbrautar og Njarðarbrautar um miðjan daginn í gær þegar tveir bílar rákust þar saman. Vegna framkvæmda á þessu horni er önnur akreinin á Hafnarbraut lokuð alveg við hornið. Ökumenn sem koma eftir Njarðarbraut virðast oft ekki sjá hvers kyns er fyrr en of seint og hætta við að taka beygjuna, sem virðist hafa valdið árekstrinum. Bílarnir eru talsvert skemmdir en engin meiðsl urðu á fólki.
Mynd: Frá slysstað í gær. VF-mynd. elg
Mynd: Frá slysstað í gær. VF-mynd. elg