Harkaleg gagnrýni á meirihlutann vegna Fasteignar
Með þátttöku í eignarhaldsfélaginu Fasteign er meirihlutinn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar að nota opinbert fé til að aðstoða einkaðila við að keppa við aðra einkaaðila á byggingamarkaði. Þetta sagði Guðbrandur Einarsson, oddviti A-listans á bæjarstjórnarfundi í gær, þar sem hann gagnrýndi harkalega þátttöku Reykjanesbæjar í Fasteign og uppskiptingu á félaginu. Hann segir Reykjanesbæ verða af milljarða gengishagnaði með þessari breytingu og vísaði í álit endurskoðanda bæjarins máli sínu til stuðnings. Sagði hann fulltrúa meirihlutans koma sér hjá því að ræða það álit.
Böðvar Jónsson (D) sagði orðræðu Guðbrands uppfulla af misskilningi og rangfærslum og taldi ástæðu til að hann bæðist afsökunar á ummælum sínum.
Tilefni umræðunnar í gær voru fundargerðir bæjarráðs frá því í síðustu viku þar sem einnig var tekist á um málið og bókað á víxl.