Harður þriggja bíla árekstur í Keflavík
Þriggja bíla árekstur varð við gatnamót Tjarnargötu og Hringbrautar í Keflavík um sjöleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum fór betur en á horfðist í fyrstu og urðu engin alvarleg meiðsl á fólki. Talið er að ökumaður sem ók Tjarnargötu hafi ekki virt stöðvunarskyldu sem er við gatnamót Hringbrautar með fyrrgreindum afleiðingum.
Mynd: Frá vettvangi slyssins í Keflavík í kvöld. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
.