Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Harður þriggja bíla árekstur
Fimmtudagur 20. júlí 2006 kl. 10:57

Harður þriggja bíla árekstur

Harður þriggja bíla árekstur átti sér stað á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu ofan við Reykjanesbæ í morgun. Allir þrír bílarnir voru illa farnir en einn þeirra hafnaði á hvolfi utan vegar.

Fjölmennt lögreglu og sjúkralið var á vettvangi en m.a. þurfti að beita klippum til þess að ná fólki úr bílunum. 

Sex farþegar voru í bílunum þremur, tveir voru fluttir til Reykjavíkur með beinbrot. Hinir fjórir voru fluttir á HSS til aðhlynningar.

Tildrög slyssins virðast vera þau að bíll sem staðnæmdist á Reykjanesbraut til þess að beygja niður Aðalgötuna fékk aftan á sig annan bíl og hafnaði þá á þriðju bifreiðinni sem kom akandi úr gagnstæðri átt.

VF-myndir/ [email protected]

 

 

 

 

 

 



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024